Hugbúnaðarkerfi fyrir eigna- & viðhaldsstjórnun

DMM Lausnir ehf. er framsækið hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki með sterkar rætur.

Hvað er DMM?

Mikil ánægja notenda DMM

Hópur flottra og framsækinna fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera ánægðir notendur DMM hugbúnaðarkerfisins frá DMM Lausnum fyrir eigna– og viðhaldsstjórnun, heilbrigðiskerfi vélbúnaðar og fasteigna, með það að markmiði að:

  • Auka persónuöryggi

  • Auka rekstraröryggi

  • Auka sjálfbærni

  • Lengja líftíma vélbúnaðar og fasteigna

  • Lækka viðhaldskostnað

Kynntu þér ánægjurannsókn sem gerð var meðal notenda kerfisins, sjá hér

Kynntu þér ánægjurannsóknina

Fréttir

Rekstraröryggi SS á Hvolsvelli

19. september 2025

Sláturfélag Suðurlands rekur stærstu kjötvinnslu landsins á Hvolsvelli. Þar eru mörg handtök sem þarf að vinna til að tryggja tiltæki framleiðslubúnaðar og rekstraröryggi. DMM er leiðandi í því að halda utan um reglubundin sem og tilfallandi verkefni sem þarf að útfæra. Oft reynist nauðsynlegt að hliðra til verkum til dæmis vegna nýrra tækja eða bilana en það má treysta því að reglulegu verkin gleymast ekki og hægt er að forgangsraða þeim með auðveldum hætti. Kostnaðargreining er líka auðveld þar sem vel er haldið utan um manntímaskráningu og varahlutanotkun.

Ný heimasíða DMM Lausna í loftið

1. september 2025

Ný heimasíða DMM Lausna fór í loftið í dag. Síðan var sett upp af Dacoda og við gerð hennar nutum við ráðgjafar Jakobs Ómarsson, við þökkum Jakobi og Dacoda mönnum kærlega fyrir flotta vinnu. Við teljum að vel hafi tekist til, síðan kemur á framfæri megináherslum DMM og eigna- og viðhaldsstjórnunar og flæði er þægilegt og einfalt. Eins og fram kemur á síðunni, þá erum við alltaf tilbúnir til skrafs og ráðagjafar og frekari upplýsingamiðlun til þeirra fyrirtækja sem hafa hug á að nýta sér DMM fyrir markvissa og skilvirka eigna- og viðhaldsstjórnun.

Grindavík notar DMM

5. ágúst 2025

Eins og við vitum þá glíma starfsmenn og íbúar Grindavíkurbæjar við fordæmalausar aðstæður. Grindvíkingar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og vinna ótrauðir að því að lagfæra innviði og gera bæinn öruggan. Áður en jarðhræringarnar hófust var Grindavíkurbær kominn vel af stað með notkun DMM fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun, ýmsar lagfæringar og þó í sér í lagi fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit af ýmsu tagi. Eitt af því sem notkun hugbúnaðarkerfis á borð við DMM felur í sér er ákveðinn agi og festa sem aftur leiðir til þess að hin ýmsu verk eru tekin fastari tökum en ella, skipulag er betra, verk eru unnin á hagkvæmari máta og frágangur verka og tilheyrandi gagna er betri en ella. Það er vel þekkt að þegar bæjarfélög, fyrirtæki og stofnanir lenda í óræðum aðstæðum þá bitnar það á starfssemi sem í eðli sínu einkennist af festu og skipulagi, sem á vel að merkja við um eigna- og viðhaldsstjórnun. Það losnar um festuna, málum er reddað og það sem varðar skipulag og frágang er "kannski skráð seinna", sem þó sjaldan verður. Sú er ekki raunin í Grindavík, verk og tilheyrandi upplýsingar varðandi eignir bæjarins, ástandsmat, tjónamat og lagfæringar eru eftir sem áður skráðar í DMM. Þetta var, eins og komið hefur fram á kynningum hjá Sigurði R. Karlssyni hjá Grindavíkurbæ, meðvituð ákvörðun sem var tekinn strax 11. nóvember 2023, það er að segja að öll frávik og meðhöndlun þeirra skuli vera skráð í DMM og það hefur einfaldað ferli og reynst grunnur að vel heppnuðum aðgerðum í framhaldinu. Þetta er frábær fyrirmynd fyrir hvert það fyrirtæki, bæjarfélag eða stofnun sem er að innleiða markvissari vinnubrögð á vettvangi viðhaldsstjórnunar og þá yfirleitt við betri aðstæður en Grindvíkingar glíma við núna. Vel gert!