DMM Lausnir logo

Fréttir


14. september

Steinar Ísfeld Ómarsson, nýr starfsmaður DMM Lausna

Steinar Ísfeld Ómarsson hefur hafið störf hjá DMM Lausnum sem ráðgjafi í eigna- viðhaldsstjórnun. Steinar útskrifaðist með BSc í véltæknifræði frá Tækniháskóla Íslands árið 2005. Steinar starfaði áður hjá Alcoa Fjarðaráli frá 2007 til 2020, fyrst sem áreiðanleikasérfræðingu viðhalds, síðar ferilseigandi viðhalds og undir lokin rekstrarstjóri viðhalds. Steinar starfaði hjá Mannviti á árunum 2005 - 2006 og hefur þar að auki verið í kringum sjómennsku og fiskiðnað frá unga aldri. Steinar hefur tekið fjölda námskeiða í viðhalds- og straumlínustjórnun í gegnum árin ásamt því að kenna þessa málaflokka innan Fjarðaráls og á vegum Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, EVS. Steinar hefur auk þess verið formaður EVS um árabil. Það er mikill fengur í því fyrir DMM Lausnir að fá Steinar til lið við okkur og við bjóðum hann hjartanlega velkominn.