DMM, hugbúnaðarkerfið fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun, gengur út á að stuðla að langlífi, áreiðanleika og öryggi hvers kyns kerfa, búnaðar og mannvirkja á sem hagkvæmastan máta og með sem minnstri sóun.
Með fyrirbyggjandi aðgerðum, snjöllum lausnum og straumlínulegri miðlun og úrvinnslu verka og upplýsinga geta stjórnendur:
Aukið persónuöryggi
Aukið rekstraröryggi
Aukið sjálfbærni
Lengt líftíma vélbúnaðar og fasteigna
Lækkað viðhaldskostnað
Hvað verður um gögnin? Eitt af hlutverkum DMM er að afla frumgagna sem varða eigna og viðhaldsstjórnun, til dæmis gagna á borð við verkþáttaskýrslur, mælingar af ýmsu tagi, flöggun á ástand sem þarf að bæta úr og notkun varahluta og tíma. Til að nýta gögnin býður DMM:
Staðlaðar pdf og Excel skýrslur af ýmsu tagi
Gagnvirkar skýrslur
Öfluga listun gagna og greiningarmöguleika
„View“ sem fyrirtæki geta notað til sækja gögn yfir í “BI” tól á borð við Power BI
API þjónustur til að sækja og miðla gögnum á ýmsan máta
Á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar er, líkt og fyrir marga aðra stjórnunaranga, gerð krafa um rekjanleika og á stundum vottunarhæfi, t.d. vegna ISO 9001 eða ISO 55001. DMM er orðið vel þekkt hjá ýmsum skoðunarfyrirtækjum, til dæmis hjá BSI, Frumherja og Rafskoðun. Nýverið heyrðum við frá viðskiptavini sem var að fá heimsókn frá skoðunarfyrirtæki í fyrsta sinn eftir innleiðingu DMM: “Aha, þið eruð komin með DMM, þá er þetta líkast til skothelt hjá ykkur eða a.m.k. auðvelt að rekja”.
Við hjá DMM Lausnum erum gríðarlega áhugasöm um straumlínustjórnun enda vinnum við í þeim anda líkt og svo mörg hugbúnaðarfyrirtæki. Auk þess fellur straumlínustjórnun ákaflega vel að eigna- og viðhaldsstjórnun, í kjarna þessara tveggja stjórnunarstíla er að lágmarka sóun af öllu tagi og stuðla að stöðugum framförum. Viðskiptavinir okkar hafa nýtt DMM á margvíslegan máta til að styðja við straumlínustjórnun af ýmsu tagi, meðal annars með því að stytta ferla og skera niður óvirkan biðtíma.
DMM vinnur með öðrum upplýsingakerfum. DMM er með víðamikið safn af API þjónustum sem hægt er að nota fyrir samskipti á milli upplýsingakerfa, einnig er hægt að nota svokallaðar millitöflur í gagnagrunnum. DMM hefur meðal annars verið tengt við og unnið með bókhaldskerfum, landfræðilegum upplýsingakerfum, CRM kerfum, skjalakerfum og SCADA kerfum.