Um DMM Lausnir

DMM Lausnir ehf. er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hefur verið starfrækt í að verða 30 ár. Við erum framleiðendur DMM hugbúnaðarkerfisins fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun.

Markmið fyrirtækisins er að veita fyrirmyndar hugbúnaðarlausn og fyrirmyndar þjónustu og ráðgjöf við innleiðingu kerfisins og notkun þess hjá viðskiptavinum.

DMM Lausnir búa vel að starfsmönnum sínum sem eru vel menntaðir og starfa með leiðarljós fyrirtækisins í huga, jákvæðni, samvinnu og heiðarleika.

Ávarp framkvæmdastjóra

Guðmundur Jón Bjarnason

Við hjá DMM Lausnum stöndum á bak við DMM hugbúnaðarkerfið fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun og tilheyrandi þjónustu við innleiðingu og notkun kerfisins. Við búum yfir 30 ára reynslu og í dag eru mörg af leiðandi fyrirtækjum landsins að nýta sér hugbúnaðinn með mikilli ánægju.

Eigna- og viðhaldsstjórnun gengur út á að stuðla að langlífi, áreiðanleika og öryggi hvers kyns kerfa, búnaðar og mannvirkja á sem hagkvæmasta máta og með sem minnstri sóun. Rétt eins og maður færir ekki bókhald ,,einhvern veginn“, þá krefst góð viðhaldsstjórnun menntaðs fólks sem styðst við áreiðanlegt hugbúnaðarkerfi sem styður við þekktar leikreglur. Annað væri varasamt, veldur sóun og er kostnaðarsamt til lengri tíma litið.

Ýmsum, þar með talið þeim sem þetta skrifar, hefur löngum þótt að málaflokkurinn njóti ekki verðskuldaðrar athygli. Skýringar eru sjálfsagt ýmsar. Það er t.a.m. mannlegt að setja ekki í forgang það sem er ekki nú þegar bilað. Við erum að hvetja fólk að hugsa til lengri tíma með því að koma í veg fyrir bilanir áður en þær gerast, tryggja langlífi og áreiðanleika búnaðar og mannvirkja, persónuöryggi starfsmanna og öryggi umhverfisins. Hafandi sagt þetta, þá er þó rétt að ítreka að það eru mörg fyrirtæki og stofnanir á Íslandi, líkt og annars staðar, sem hafa tekið eigna- og viðhaldsstjórnun föstum tökum og hafa alla jafna uppskorið betur rekin fyrirtæki fjárhagslega og samfélagslega. Auk þess má merkja að viðhorf til málaflokksins er að breytast til betri vegar og það má sjálfsagt m.a. þakka kröfu samfélagsins um mannvænni fyrirtæki, aukna sjálfbærni, betri orkunýtingu og minni sóun. Hlutverk DMM hugbúnaðarkerfisins er að styðja við vel hugsaða og útfærða eigna- og viðhaldsstjórnun.

Með kveðju,


Guðmundur Jón Bjarnason

Framkvæmdastjóri DMM Lausna, stjórnarmaður og stofnaðili

EVS, Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélags Íslands og fulltrúi EVS hjá EFNMS, Evrópusamtökum eigna- og viðhaldsstjórnunar.

Guðmundur Jón Bjarnason

Guðmundur Jón Bjarnason

MSc og MBA

Áki Pétur Gíslason

Áki Pétur Gíslason

Kerfisfræðingur

Jón Ingi Sveinbjörnsson

Jón Ingi Sveinbjörnsson

MSc

Hafdís Ævarsdóttir

Hafdís Ævarsdóttir

Bókhald og fjámál

Vilhjálmur Skúlason

Vilhjálmur Skúlason

BSc tölvunarfræði

Njörður Stefánsson

Njörður Stefánsson

BSc tölvunarfræði, MCP og MCSA

Þorkell Máni Gunnarsson

Þorkell Máni Gunnarsson

BSc tölvunarfræði