DMM Lausnir logo

News


23. September

CEMAINT

Sem aðili að EVS, Eigna og viðhaldsstjórnunarfélagi Íslands, þá hafa DMM Lausnir tekið þá í Erasmus+ verkefninu "Qualification, Validation and Certification of Maintenance Personnel". Verkefnið hófst 2018 og lauk í ágúst 2021. Verkefnið er samvinnuverkefni eigna- og viðhaldsstjórnunarfélaga Finnlands, Ungverjalands, Íslands, Slóveníu, Svíþjóðar og Tékklands og hefur verið unnið í samráði við EFNMS, European Federation for National Maintenance Societies sem öll þessi félög eru aðilar að. Megin markmið verkefnisins var að þróa sameiginlegan þekkingargrunn fyrir námskeiðshald og vottunar starfsfólks á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnar, nánar tiltekið fyrir viðhaldsstjóra, viðhaldsverkfræðinga og -verkstjóra og tæknimenn á vettvangi viðhaldsmála. Vottunin er tvíþætt, fyrra þrepið er "Maintenance Knowledge Passport" og það síðar "Maintenance Certification". Niðurstöður verkefnisins verða afhentar EFNMS enda verður vottunin sem slík í höndum EFNMS að höfðu samráði við eigna- og viðhaldsstjórnarfélög í Evrópu, þar með talið EVS. 

Sjá nánar um verkefnið á heimasíðu þess, Certified European Maintenance Professionals