DMM Lausnir logo

News


24. June

DMM 4.0 app - Mitt DMM komið í notkun

Við höfum nokkur síðustu misseri verið að vinna að ýmsum góðum nýjungum í tengslum við nýja kynslóð DMM, DMM 4.0. Nýjasta afurðin frá þessari vinnu er nýtt app, DMM 4.0 - Mitt DMM. Appið færir ýmsa mikilvæga þætti kerfisins í lófa notenda, svo sem að fá yfirlit yfir sínar verk, skrá tíma á verk, framkvæma áhættumat og skrá frávik, svo dæmi séu tekin.

Vefþjónustur sem liggja til grundvallar að hönnun appsins hafa sömuleiðis komið sterkar inn og eru farnar að spila mikilvægt hlutverk í tengingu DMM við önnur hugbúnaðarkerfi hjá viðskiptavinum okkar.