DMM Lausnir logo

News


07. November

DMM Lausnir á ráðstefnu SMRP

Ráðstefna SMRP, samtaka viðhaldsstjórnunar í Bandaríkjunum, stendur nú yfir í Greensboro NC. Framkvæmdastjóri DMM Lausna, Guðmundur Jón Bjarnason, er á staðnum. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru Educate, Equip, Excel, sem er viðeigandi þar sem mikið er fjallað um mannlega þáttinn og menntun og að réttu tólin séu til staðar þannig að hægt sé að ná framúrskarandi árangri á vettvangi viðhaldsstjórnunar. Það er talsverð gerjun í gangi á alþjóðavettvangi viðhaldsstjórnunar, sem endurspeglast  m.a. í því að nýlega voru stofnuð alþjóðasamtök viðhaldsstjórnunar, Global Forum on Maintenance and Asset Management, en þessi samtök vinna m.a. að gerð alþjóðlegs staðals ISO 55000, sem áætlað er að verði gefinn út 2014. Markmið staðlsins er ekki hvað síst að búa til sameiginlegan alþjóðlegan grunn fyrir góða stjórnunarhætti, þar sem viðhaldsstjórnun er fléttuð saman við aðra mikilvæga þætti stjórnunar. 

 

 

Við munum gera ráðstefnunni betri skil síðar. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á staðnum.