DMM Lausnir logo

News


25. March

Félags- og aðalfundur FVSI

Þann 25. mars var haldinn fundur hjá Félagi viðhaldsstjórnunar á Íslandi, FVSI. Á fundinum voru flutt tvö góð erindi. Steinar Ísfeld frá Alcoa fjallaði um hvernig staðið er að ástandsgreiningum hjá Alcoa. Í erindi hans kom m.a. fram hvernig greiningaraðferðum er beitt, hvernig að málum er staðið og hvernig Alcoa hefur náð að bæta árangur sinn í viðhaldsstjórnun með hjálp ástandsgreiningar. Síðara erindið var frá Sæmundi Guðlaugssyni frá ON. Í erindi sínum fjallaði Sæmundur um kvörðun mælitækja hjá ON og hvernig ON hefur markvisst sinnt þeim málaflokki til margra ára.

Bæði erindin voru virkilega fróðleg og spunnust í kringum þau umræða á fundinum sem var haldinn í Hellisheiðarvirkjun og var vel sóttur. Á myndinni að neðan sjást þeir Sæmundur, vinstra megin, og Steinar.

 

 

 

Að loknum félagssfundi var haldinn aðalfundur FVSI. Á fundinum var stjórnin endurkjörin, en hana sitja Steinar Ísfeld Alcoa (formaður), Fjalar Ríkharðsson Norðuráli, Guðmundur Jón Bjarnason DMM Lausnum, Karl Ágúst Matthíasson HRV og Sæmundur Guðlaugsson ON.