DMM Lausnir logo

News


23. November

Frábærri námskeiðslotu lokið

Síðasliðið haust hófst námskeiðsröð sem DMM Lausnir skipulögðu í samtarfi við Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, EVS. Námskeiðið var útfært að vini okkar, Paul Wheelhouse. Yfirskrift námskeiðsins var "Asset and Maintenance Management, Golden nuggets" og eins og titillinn gefur til kynna þá var markmið námskeiðsins að draga upp stóru myndina og það sem mestu máli skiptir fyrir málaflokkinn Eigna- og viðhaldsstjórnun. Námskeiðið tókst frábærlega og þá fullyrðingu byggjum við ekki síst og fyrst og fremst á ummælum þátttakenda. Takk Paul, takk EVS og takk allir sem mættu. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá námskeiðinu og þar má meðal annars sjá lang-yngst þátttakenda sem við höfum fengið á námskeið hjá okkur en það var nokkra vikna dóttir Matthildar, viðhaldsstjóra á Þjórsár- og Tungnaárssvæðis Landsvirkjunar :-)