DMM Lausnir logo

News


12. April

Fréttir af aðalfundi og fyrsta ársfjórðungi

Aðalfundur DMM Lausna ehf. var haldinn í síðasta mánuði. Á fundinum var kosin ný stjórn, en hana skipa:

 

  • Júlíus J. Jónsson, HS Veitum, stjórnarformaður
  • Einar Mathiesen, Landsvirkjun, varaformaður
  • Inga Dóra Hrólfsdóttir, OR
  • Albert Albertsson, HS Orku
  • Helgi Óskar Óskarsson, RARIK

 

 

Þau Júlíus, Inga Dóra og Einar voru áður í stjórn, en Helgi og Albert eru nýir í stjórn.

DMM Lausnir skiluðu hagnaði árið 2014, líkt og mörg undanfarin ár enda hefur reksturinn verið traustur í langan tíma og stöðug síþróun í gangi. Fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins 2015 liggur nú einnig fyrir með ágætum hagnaði.

Vinna er hafin við næstu útgáfu DMM, DMM 3.5, verkefnastaðan er góð og við sjáum fram á áframhaldandi gott ár 2015.