DMM Lausnir logo

News


30. August

Kristinn, nýr starfsmaður / verktaki

DMM Lausnir hafa fengið Kristinn Andrés Kristinsson til liðs við sig. Kristinn kemur inn í teymið sem verktaki með reglulega viðveru en Kristinn, Kiddi, hefur viðamikla reynslu af smíði veflausna og hugbúnaðar fyrir snjalltæki.  Hönnun og viðmótsforritun er hans sterka hlið en hann hefur meðal annars um árabil unnið fyrir hina virtu vefstofu Kosmos & Kaos. Hann starfar nú sem sjálfstæður verktaki í hönnun og forritun og kemur sterkur inn í smíði snjalltækjaforrita og vefgáttar fyrir nýja kynslóð DMM. Við fögnum því að fá öflugan liðsstyrk og bjóðum Kidda hjartanlega velkominn í teymið. Myndin að neðan sýnir Kidda hægra megin og Jón Inga Sveinbjörnsson, þróunarstjóra DMM Lausna, vinstra megin.