DMM Lausnir logo

News


03. September

Mikið að gerast í haust

Það er mikið að gerast þetta haustið.
Vinna við nýja kynslóð DMM, DMM 4.0, miðar áfram og ný DMM 4.0 öpp munum líta dagsins í ljós um næstu áramót. Þar fyrir utan eru athygliverðir viðburðir sem við hvetjum alla til að gefa góðan gaum:
 
 
Euromaintenance 4.0, www.euromaintenance.org , sem haldið verður í Antwerpen Belgíu 24. – 27. september og verður að öllum líkindum ein helsta ráðstefna ársins á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar. 
 
Haustfundur EVS / FVSI haldinn 12. september kl. 14:00 – 16:00 hjá HRV Urðarhvarfi 6
Aðamálefni þessa fundar verður áframhaldandi kynning á ástandsvöktun hjá Alcoa, dagskrá nánar tiltekið
 
Kynning á EVS/FVSI
Alcoa, sjálfvirk viðhaldsvöktun búnaðar
Verkefni um þýðingu ISO 55000/1/2
Euromaintenance 4.0 og Asset and Maintenance strategy námskeið
 
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur nánar það sem Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands (EVS / FVSI) hefur fram að færa. Sjálfsagt er að leita til Guðmundar, framkvæmdastjóra DMM Lausna, um frekari upplýsingar, til dæmis með tölvupósti til [email protected]
 

Námskeiðið „Asset and Maintenance strategy“ sem haldið verður á Hótel Natura 8. – 10. október og svo aftur 7. – 9. nóvember, sjá nánar hér.  Kærar þakkir fyrir góð viðbrögð og skráningar. Það eru enn nokkur sæti laus en það fer hver að verða síðastur.