DMM Lausnir logo

News


18. September

Steinar, nýr starfsmaður DMM Lausna

DMM Lausnir hafa fengið nýjan starfsmann í hópinn, Steinar Braga Sigurðsson. Steinar hefur áður meðal annars starfað hjá Vettvangi og hjá Vivaldi, sem forritari með áherslu á framendaforritun og þróun vefkerfa. Í meistaranámi sínu hefur Steinar lagt áherslu á gervigreind og "advanced data analytics" sem hvort tveggja eru svið sem njóta sívaxandi athygli á vettvangi hugbúnaðarlausna fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun og munu hafa áhrif á framtíðarþróun DMM. Við fögnum því að fá öflugan liðsmann í teymið og bjóðum Steinar hjartanlega velkominn. Myndin að neðan sýnir Steinar hægra megin og Jón Inga Sveinbjörnsson, þróunarstjóra DMM Lausna, vinstra megin.