DMM styður við gæðakerfi HS Veitna

14. febrúar 2025

DMM gegnir lykilhlutverki hjá HS Veitum þegar kemur að eftirliti, ástandsmati og viðhaldi dreifikerfa, sem og við uppbyggingu og stækkun þeirra.

 HS Veitur fylgja skjalfestu og viðurkenndu verklagi sem DMM styður við. Þannig er tryggt að ferlum sé fylgt eftir á skipulegan, sýnilegan og rekjanlegan hátt, sem stuðlar að öryggi starfsfólks, áreiðanleika í rekstri og góðri þjónustu við viðskiptavini.

 DMM er því mikilvægur hluti af gæðakerfi HS Veitna, bæði í daglegum rekstri og við innri og ytri úttektir. Nýverið fór fram innri úttekt byggð á gögnum úr DMM. Úttektin leiddi í ljós góðan árangur starfsfólks og kveikti jafnframt nýjar hugmyndir um enn meiri skilvirkni.

Til baka