EFNMS GA fundur í Vilnius

10. maí 2025

Evrópsku viðhaldsstjórnunarsamtökin, EFNMS, halda svokallaða GA, General Assembly, fundi tvisvar á ári. Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, EVS, er aðili að EFNMS og tekur þátt í starfi EFNMS. Þann 9. - 10. maí var GA fundurinn haldinn í Vilnius Litháen.

Á fundinum var m.a. rætt um EFNMS Body of Knowledge, samræmingu við námskeiðhalda fyrir bæði eigna- og viðhaldsstjórnun og sjálfbærni í viðhaldsstjórnun í tengslum við verkefnið More4Sustainability þar sem belgíska viðhaldsstjórnunrfélagið, BEMAS, gegnir stóru hlutverki. Loks var nýr formaður EFNMS kosinn, í framboði voru Mia Ilkko f.h. sænska viðhaldsstjórnunarfélagins og Diego Galar f.h. þess spænska. Diego vann kosningarnar og mun taka við sem formaður af Cosmas Vamvalis hinum gríska í haust. Fulltrúar EVS á fundinum voru Garðar Garðarasson frá Landsvirkjun sem er meðlimur í EAMC nefndinni um eignastjórnun, Ásmundur Jónsson frá Alvotech sem er meðlimur í EMAC nefndinni um staðla og vottanir og Guðmundur Jón Bjarnason frá DMM Lausnum sem er meðlimur í ECC nefndinni um námskeið og vottun fólks sem starfar á vettvangi viðhaldsmála.

Á meðfylgjandi mynd eu frá vinstri til hægri Ásmundur, Guðmundur og Garðar standandi á Íslandsstræti í Vilnius, en strætið fékk það nafn í kjölfar þess að Ísland var fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Litháen frá Rússlandi árið 1991.

Til baka