EVS / EFNMS námskeið í haust

28. mars 2025

Framundan er flott haustnámskeið fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun, sjá hér nánar upplýsingar frá Iðunni sem fóstrar námskeiðið, Eigna- og viðhaldsstjórnun. Nú þegar er kominn slatti af skráningum og við eigum frekar von á því að námskeiðið muni fyllast, við mælum því með því að þeir sem hafi áhuga skrái sig sem fyrst. Námskeiðið er bæði fyrir reynslubolta og þau sem eru nýkomin inn á "þennan völl".

Stefnt er að því að námskeiðið verði árlegur viðburður að hausti, hægt er að hafa samband við Iðunni og skrá sig á biðlista.

Námskeiðið er á vegum EVS, Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, sem er óhagnaðardrifið félag með það að markmiði að miðla þekkingu og praktískum atriðum varðandi eigna- og viðhaldsstjórnunar til og á milli fyrirtækja á Íslandi. DMM Lausnir eru einn af stofnaðilum félagsins enda er það eitt af stefnumarkmiðum DMM Lausna að vinna með og fyrir íslenskt samfélag á þessum vettvangi.

Um er að að ræða námskeið til evrópskrar vottunar í eigna og viðhaldsstjórnun, EFNMS vottunar, en EVS er meðlimur í EFNMS, evrópska eigna- og viðhaldsstjórnunarfélaginu og situr undirritaður í ECC nefnd EFNMS sem hefur með að gera rammaverk fyrir vottun á vettvangi eigna og vihaldsstjórnunar í Evrópu.

Sænska ráðgjafafyrirtækið Idhammar sér um kennsluna og Iðan hýsir námskeiðið. Í hlekknum hér að ofan er að finna frekari lýsingu.

Til baka