Gæðaeftirlit hjá Samherja

24. október 2025

Frystihús Samherja á Dalvík er í hópi framsæknustu fiskvinnsluhúsa landsins enda hefur það fengið alþjóðlega athygli fyrir tæknilausnir og aðbúnað. Þar á bæ nota starfsmenn DMM fyrir fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit og ástandsmat eigna- og tækjabúnaðar. Auk þess er á hverjum degi framkvæmt metnaðarfullt gæðaeftirlit í öllu vinnsluferlinu til að tryggja að hreinleika vörunnar og gæði vinnslunnar. Gæðaeftirlitið er framkvæmt af starfsmönnum sem nota DMM appið, flaggað er á hvers kyns frávik og Í DMM verða sjálfkrafa til gagnvirkar skýrslur sem eru notaðar fyrir innra og ytra eftirlit. Starfsmenn Samherja hafa verið virkilega hugmyndaríkir varðandi það að nýta sér DMM fyrir ýmsa þætti starfseminnar og enn fremur fylgt ferlinu frá hugmyndum að innleiðingu nýrra ferla í DMM kröftulega eftir þannig að sómi er af.

Til baka