
Rekstraröryggi SS á Hvolsvelli
19. september 2025
Sláturfélag Suðurlands rekur stærstu kjötvinnslu landsins á Hvolsvelli. Þar eru mörg handtök sem þarf að vinna til að tryggja tiltæki framleiðslubúnaðar og rekstraröryggi. DMM er leiðandi í því að halda utan um reglubundin sem og tilfallandi verkefni sem þarf að útfæra. Oft reynist nauðsynlegt að hliðra til verkum til dæmis vegna nýrra tækja eða bilana en það má treysta því að reglulegu verkin gleymast ekki og hægt er að forgangsraða þeim með auðveldum hætti. Kostnaðargreining er líka auðveld þar sem vel er haldið utan um manntímaskráningu og varahlutanotkun.
Til baka