Rótargreining í DMM

12. desember 2025

DMM felur í sér mikinn rekjanleika fyrir hvers kyns eftirlit, ástandsmat og uppákomur. Meðal annars felur DMM í sér flöggun á viðburði eða skráningar sem gefa til kynna óeðlilegt ástand eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þau flögg, einnig kölluð "dæmingar", er síðan hægt að setja í viðeigandi úrlausnarferli í DMM. Eftir sem áður getur þeirri úrlausn fylgt hvers konar skjölun en til viðbótar býður DMM nú staðlaða rótargreiningu í formi "5 af hverju" sem er auðvelt að hnýta við flögg sem fela í sér alvarleg frávik. Dæmi um 5 af hverju rótargreiningu gæti til dæmis verið á þessum nótum:

Vandmál: Það er vatn á gólfinu

Af hverju 1: Pípa í loftinu lekur

Af hverju 2: Þrýstingurinn er of hár

Af hverju 3: Stjórnlokinn virkar ekki rétt

Af hverju 4: Stjórnlokar hafa ekki verið prófaðir

Af hverju 5: Það eru ekki til staðar reglubundnar prófanir

Til baka