Útdeiling verka í DMM, flottar nýjungar

6. júní 2025

DMM hefur lengi boðið að hægt sé að skrá vinnutiltæki starfsmanna og áætla tíma á verk eftir hlutverkum starfsmanna og niður á einstaka starfsmenn. Eins er í DMM hægt að útbúa svokölluð forvöl til að geyma og vista tilteknar skjámyndir í DMM enda bjóða kerfi eins og DMM upp á svo gott sem óendanlega möguleika til að kalla fram uppllýsingar og flokka og því mikilvægt að geta "vistað" valdar myndir sem notandi vill nýta sér aftur og aftur.

Það er mjög algengt hjá fyrirtækjum sem reka markvissa eigna- og viðhaldsstjórnun að skipuleggja vel næstu viku og gæta þá þess sér í lagi að verk séu vel tímasett, að þau til tilbúin til framkvæmda og að vinnuálagi sé skynsamlega dreift á milli starfsmanna.

Í vefgátt DMM, DMM 4, hefur birtingarmynd þessara gagna nú verið gerð myndrænni þannig að skipuleggjendur verka séu fljótir að sjá hvort útdeiling verka niður á einstaka starfsmenn og hóp starfsmanna sé skynsamleg. Hægt er að vista slíkar sýnir sem forvöl og pakka þeim inn í svokölluð sjónarhorn. Sjónarhorn geta þannig geymt valdar lifandi "upplýsinga - myndir" úr DMM sem stjórnendur eru fljótir að kalla fram á t.d. mánudagsfundum eða morgunfundum til að fara yfir það sem er fyrirliggjandi með starfsmönnum og fínstillt eins og hentar.

Til baka