Fréttir

Hér getur þú fylgst með nýjustu fréttum og tilkynningum um verkefni, samstarf og tækninýjungar. Við birtum reglulega uppfærslur um þróun mála, viðburði og annað sem er í gangi hjá okkur.

Eignaskráning í DMM og haustfundur EVS

26. september 2024

Haustfundur Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélags Íslands, EVS, var haldinn þann 26.9.2024 í Ægi Brugghúsi Hafnafirði. Steinar Ísfeld Ómarsson, HS Orku, Ingvar Hafsteinsson, Landsvirkjun og Þórður Sigurbjartsson, Norðuráli, héldu áhugaverð erindi um eignaskráningu. Steinar og Ingvar kynntu hvernig DMM er notað til að halda utan um kóðun og skráningu umfangsmikilla eignasafna HS Orku og Landsvirkjunar. Það kom fram í tali þeirra beggja að vönduð og öguð eignaskráning er mikilvæg kjölfesta í rekstri þeirra fyrirtækja á marga vegu og þá til dæmis fyrir nýframkvæmdir, upplýsingaöflun, rekstur, viðhald og skipulag vinnu og skráninga almennt séð. Garðar Garðarsson, Landsvirkjun kynnti spennandi námskeið um eignastjórnun sem EFNMS mun bjóða upp á í samstarfi við WPiAM. Loks kynnti Guðmundur Jón Bjarnason námskeið sem EVS mun halda í samstarfi við Iðuna, EFNMS og Idhammar að hausti 2025. Síðast en ekki síst voru fyrstu íslensku viðhaldsstjórarnir sem hlotið hafa evrópska vottun heiðraðir. Þetta voru þeir Ingólfur Örn Jónsson frá Landsvirkjun og Jón Freyr Benediktsson frá Hringrás, þeim var afhent EFNMS certification, European Expert in Maintenance Management. Auk þess var Gunnari Helga Birgissyni afhent EFNMS Pass. þekkingarvottorð á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju. Undir lok fundarins tók Óskar frá Iðunni stutt viðtal við Steinar Ísfeld Ómarsson, formann EVS, og Guðmund Jón Bjarnason, fulltrúa EVS hjá evrópusamtökun eigna- og viðhaldsstjórnar, EFNMS.

Ný vefgátt DMM, DMM 4, komin í loftið

2. september 2024

Ný vefgátt DMM, DMM 4.0 er komin í loftið. Vefgáttin hefur verið í prufunotkun hjá nokkrum viðskiptavinum á þessu ári og fengið mjög góðar viðtökur. Hún er aðgengileg á vefsíðum viðskiptavina og einnig sem "application" í Microsoft Store, App Store og Play Store.